Naflaló

Mögnum svo seið
að leið verði greið

þriðjudagur, apríl 20, 2004

Ég þurfti bókstaflega að hlaupa til að ná síðustu Sirkus-sýningunni en það hafðist. Skemmti mér hið besta, ekki síst yfir búningunum sem eru með því skemmtilegra sem ég hef séð. Maður verður nú alltaf pínu abbó þegar maður fer á svona sýningar, það er svo gaman að vera með. En það verður bara að vera í næsta lífi, þ.e. þessu sem hefst þegar maður verður búinn að koma upp húsi og börnum. Hmmm, ætli það verði þá ekki bara með Snúð og Snældu :-)