Naflaló

Mögnum svo seið
að leið verði greið

miðvikudagur, september 01, 2004

humm....það eru svo margir hópar þarna úti sem eru að þykjast vera eitthvað meiri og betri nornir en við. Þetta er eitt af því sem ég hef verið að rekast á undanfarið. Man ekki hvort þetta var einhvertíman rætt á vefnum...en ég segji nú bara hnuss http://hexia.blogspot.com/

og afhverju kemur ekki svona fallegur linkur eins og gerðist í gamla blogger?

mánudagur, ágúst 30, 2004

Sælinú samnornir.
Eins og margar af ykkur vita þá fjárfestum við hjónakornin í risahúsnæði sem ég er alveg til í að brúka undir samdrykkju, ölæði, spár og allskonar kjánahátt. Málið er bara að það er víst ekki hægt fyrr en eftir frumsýningu og helst hefði ég viljað gera eitthvað þegar Svanda Panda kemur heim á klakann.. en þá er víst Skotta eitthvað að fara í burtu... ég býð amk húsnæði mitt ef þið viljið brúka... en við þyrftum að festa niður dagsetningu... ég er alveg til í að leggja til húsnæði, tiltekt og veitingar af einhverju tagi :-) Nornakv., Minerva