Naflaló

Mögnum svo seið
að leið verði greið

föstudagur, september 24, 2004

Jiminn einasti bara, ég vil taka það skýrt og greinilega og hátt og snjallt fram, bara til að fyrirbyggja mögulega hugsanlegan misskilning að þessi Berglind á leiklistarvefnum er sko EKKI ég!!!

þriðjudagur, september 21, 2004

Oft var þörf...

Nú er herjað á Naflalóarnornir sem aldrei fyrr. Greinilega alltof langt síðan við höfum reynt að hafa stjórn á alheiminum og mönnunum í honum. Nú er mál að brugga kröftuga ástarseyði - eða eitrað bölvunarbrugg - ef því sem við á. Sótt er að okkur á ýmsum vígstöðvum - hvort sem það er heilsufarslega, á vinnumarkaðnum, í ástarlífinu eða í námi. Sumar hafa enn sem komið er sloppið betur en aðrar en þá er líka ráð að hafa vaðið fyrir neðan sig og tryggja að ekkert fari úrskeiðis hér eftir.
Hvað segiði háæruverðugu samnornir? Er ekki kominn ærinn tími á að halda nornafund eða tvo? Næstu helgi? Þar næstu? Heima hjá mér ef sambýlingurinn leyfir.