Hmmm... stóra spurningin; hvernig á svo að nota þetta spánýja blogg? Er það hér til að halda utan um hvaða vitleysu sem okkur dettur í hug eða sem vettvangur fyrir nornalegri hliðar sálarlífs okkar? Ég hallast að því að þetta tvennt fari saman og veiti því fullkomnu málfrelsi atkvæði mitt. Það er svo undir hverri og einni komið hvernig hún nýtir það, ekki satt?
Svo við höldum okkur aðeins innan við efnið til að byrja með; hvernig er þetta með nornaklúbbinn sem kenndur er við Naflaló? Er ekki kominn tími til að virkja hann á ný? Oft hefur óhófleg dreifing norna um heimsins höf verið notuð sem afsökun en það hefur margoft sýnt sig að landafræði er ekki yfirstíganlegt vandamál þegar nornir eru annars vegar (eins og sást á hinum ágæta (ef fámenna) fundi sem haldinn var í Frakklandi síðasta sumar.)

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home