Naflaló

Mögnum svo seið
að leið verði greið

miðvikudagur, mars 12, 2003

Hmmm... stóra spurningin; hvernig á svo að nota þetta spánýja blogg? Er það hér til að halda utan um hvaða vitleysu sem okkur dettur í hug eða sem vettvangur fyrir nornalegri hliðar sálarlífs okkar? Ég hallast að því að þetta tvennt fari saman og veiti því fullkomnu málfrelsi atkvæði mitt. Það er svo undir hverri og einni komið hvernig hún nýtir það, ekki satt?

Svo við höldum okkur aðeins innan við efnið til að byrja með; hvernig er þetta með nornaklúbbinn sem kenndur er við Naflaló? Er ekki kominn tími til að virkja hann á ný? Oft hefur óhófleg dreifing norna um heimsins höf verið notuð sem afsökun en það hefur margoft sýnt sig að landafræði er ekki yfirstíganlegt vandamál þegar nornir eru annars vegar (eins og sást á hinum ágæta (ef fámenna) fundi sem haldinn var í Frakklandi síðasta sumar.) Sú afsökun á ennþá minna rétt á sér þessa dagana þar sem sjaldan hafa jafn margir meðlimir verið saman komnir á einum stað. Við þurfum bara að lokka Siggu Láru til Reykjavíkur og halda Svandísi á landinu og þá er þetta komið. Það er í öllu falli mín uppástunga að hagkvæmar aðstæður skuli nýttar og fundur haldinn sem fyrst. Það eina sem þarf er góður vilji. Ég býð fram húsnæði mitt sem vettvang (svartur köttur innifalinn.) Svo má líka athuga með sumarbústað. Ég skil vel ef sumar eru tregar til að endurtaka þá upplifinu en ég vil halda því fram að við séum reynslunni ríkari og þegar uppi er staðið var gaman!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home