Naflaló

Mögnum svo seið
að leið verði greið

miðvikudagur, maí 28, 2003

Sælar nornir

Jæja, Júróvisjón var hin ágætasta skemmtun eins og við var að búast. En eins og einhver sagði, skilaboðin eru skýr (eða skyr). Ef við ætlum að vinna þýðir ekkert að vera með popplag á ensku (í g-dúr?). Svo fannst mér vanta spúnk í flutningin á íslenska laginu, það var hálf-flatt einhvern veginn, kannski overpródúserað? Alla vega er miklu meira spúnk í henni Birgittu en þetta. Tatú (já ég veit það er skrifað með einhverjum hástöfum og punktum og stælum, nenni ekki að spá í það) voru mikil vonbrigði, enginn skandall á sviðinu og flutningurinn frekar slakur. En allt saman hin besta skemmtan eigi að síður.

Annars er það helst í fréttum að fjölskyldufaðirinn er hryggbrotinn. Hann er rúmfastur sem stendur en á nú ekki að vera neitt varanlega bilaður. Og ekki orð um það meir, þeir sem vilja nánari fréttir verða bara að hringja í okkur eða koma í heimsókn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home