Í hinu annars ágæta jólaútvarpi Latabæ heyrði ég í dag þessi ósköp: "gleði um jólin og OKKUR HLAKKAR TIL". Oft og mörgum sinnum því þetta er í viðlaginu. Það sem ég skil ekki er að það hlýtur að þurfa slatti af fólki að koma nálægt því að koma svona löguðu í útgáfu, fyrir utan höfundinn er það að minnsta kosti flytjendurnir og upptökumaðurinn/mennirnir (eða konurnar) og sjálfsagt einhverjir fleiri. Er fólkið ekki að hlusta, ekki að hugsa, eða er bara málið að hafa skal það sem betur passar við taktinn í laginu?
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home