Naflaló

Mögnum svo seið
að leið verði greið

föstudagur, febrúar 18, 2005

Árshátíð Naflalóar verður haldin á laugardaginn næstkomandi þar sem fram mun fara Galdraþing í Háskólabíói - aðgangur ókeypis.

Við Auður ætlum að skella okkur. Enda virðist það sniðið að Naflalóarþörfum:

Staðreyndin er sú að gandreiðasagnir Íslendinga endurspegla annann veruleika en þann sem þekktist í Svíþjóð. Hér var sabbatið ekki aðaláfangastaðurinn. Í staðinn koma foreldrahúsin, dansleikir og vinkonur, semsagt prívatveröld eiginkvenna sem sumir eiginmenn gætu hafa séð sem eins mikla ógn við vald þeirra og andlegar frestingar djöfulsins.

Dagskráin byrjar kl. 3 með sýningu á þöglu kvikmyndinni Häxan og síðan verður haldið málþing. Dagskráin mun svo væntanlega enda í einhverju heima- eða öldurhúsi þar sem áfengi verður haft við hönd. Yfirnornin er hæstánægð með Reykjavíkuborg skyldi gerast svo elskuleg að skipuleggja dagskrá árshátíðarinnar fyrir hana.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home