Naflaló

Mögnum svo seið
að leið verði greið

föstudagur, mars 14, 2003

Ég er búin að taka tvær ákvarðarnir um framtíðina:
- Ég ætla að eignast fjögur börn (það hefði kannski verið betra þá að byrja aðeins fyrr, en jæja...)
- Ég ætla á þing

Þó þetta virðist kannski ekki passa vel saman, þá eru samt tengsl þarna á milli. Í þessum barnapælingum mínum er ég nefnilega búin að komast að því að þetta þjóðfélag er handónýtt og passar engan veginn fyrir fólk með meðaltekjur með börn. Það fer allt í alls kyns jaðarskatta og dót og maður þarf náttúrulega að borga alla þjónustu fullu verði. Til dæmis dagmömmur, 50 þúsund á mánuði, hvernig á fólk að hafa efni á þessu??? Eina leiðin er að vera einstætt foreldri og fá allt dótið niðurgreitt. Ekki fær maður barnabætur, þær eru tekjutengdar og hverfa ótrúlega fljótt ef maður er með meira en á-kassa-í-Bónus laun. Og vaxtabæturnar líka, þó við reyndar náum að fá einhvern pening til baka þar, við skuldum nefnilega svo ótrúlega mikið. En sem sagt, ég ætla á þing til að berjast fyrir því að fólk eins og ég geti eignast eins mörg börn og það vill. Síðan er það líka betur borgað en vinnan mín núna, svo ekki skaðar það. Verst með hvað þetta er víst tímafrekt, maður myndi kannski ekki hitta börnin svo mikið...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home