Ég biðst innilega velvirðingar á að hafa ekki látið sjá mig í gærkvöldi. Sökum veikinda treysti ég mér ekki út í óveðrið, og svo gat ég ekki einu sinni svarað sms-inu sem ég fékk og geri ráð fyrir að hafi verið frá afmælisbarninu, vegna þess að í þann mund sem ég ætlaði að fara að lesa það þá hringdi hinn síminn, ég lagði frá mér gsm símann og svaraði í hinn, þá tók dóttir mín upp gsm símann til að tala í síma eins og mamma, missti hann í gólfið svo batteríið datt af og slökknaði þar með á símanum, og ég er nýbúin að fá nýtt kort í símann af því hitt týndist (löng saga sem við skulum ekki bæta inn í þessa nú þegar allt of löngu málsgrein), og hafði talið mér trú um að ég myndi muna pin númerið sem ég síðan gerði náttúrulega alls ekki. Þannig að síminn minn er bara dauður þangað til á mánudaginn þegar ég fer í vinnuna og finn pin númerið sem er þar á miða. Ég vona bara að þið hafið skemmt ykkur vel og séuð ennþá sofandi.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home