Vei gaman að fara blogghringinn í dag, alls staðar eitthvað nýtt. Nema náttúrulega hérna, og bæti ég hér með úr því. Ekki samt til að segja neitt merkilegt, enda hef ég ósköp fátt merkilegt að segja sem ekki tengist smábarninu mínu. Svona er þetta bara, maður verður alveg jafn óþolandi og allir aðrir, finnst ekkert markvert sem ekki tengist barninu manns og talar um fátt annað. Teiknaði mynd til samlætis stóra barninu í gærkvöldi. Þó mér hafi lítið farið fram í teikningu síðan fljótlega eftir hausfætlustigið þá dugaði það samt til að vekja tilhlýðilega aðdáun. Gaman að því og best að njóta þess á meðan er, hann verður örugglega orðinn betri en ég fyrr en varir.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home