Naflaló

Mögnum svo seið
að leið verði greið

laugardagur, mars 15, 2003

Mér gengur hins vegar ágætlega að "kaupa" Austurlandið. Búið að vera ljómandi gaman að vera hérna, er reyndar enn að bíða eftir að heyra frá læknum á Akureyri uppá að laga mig, en er búin að hitta svona milljón manns og sjá örlítið af menningunni. (Í formi Charles Ross og fleiri aldraðra og drukkinna góðborgara að tjá sig á bongótrommur og ýmis önnur hljóðfæri á pizza67 í gærkvöldi þangað til Gísli Bjarna hringdi á lögguna afþvíað hann gat ekki sofið :-)
Semsagt, ekkert nema gaman. Er ekki búin að plana mikið af neinu, nema að ég ætla að fara á Bandalagsskólann í sumar og ef það verður hægt að laga mig þá ætla ég að fara að kenna í Menntaskólanum eða vinna á svæðisútvarpinu, svona þangað til ég fer á þing með Berglindi. Þá upphefst væntanlega líka leitin að lítilli piparjúnkuíbúð á Egilsstöðum. Ég hef aldrei pælt í því, en það eru eiginlega eintómar villur hérna! Hér býr greinilega ekki fjörutíufermetra fólk.
Var annars rétt í þessu að fá gífurlega spennandi hugmynd að leikriti, en til þess að skrifa það þarf ég að lesa Íslandssöguna alla. Er sumsé að fara í söguatlasinn NÚNA!
Bið að heilsa ykkur öllum, elskurnar mínar, þeir sem villast á Austurlandið þurfa endilega að vera í sambandi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home