Naflaló

Mögnum svo seið
að leið verði greið

föstudagur, apríl 04, 2003

Til afmælisnornarinnar

fimmtudagur, apríl 03, 2003

Ég vildi að ég væri 18 ára og væri að biðja einhvern um að kaupa fyrir mig Captain Morgan í ríkinu fyrir afmælispartýið hennar Siggu Láru sem ég væri að fara í á Selásnum annað kvöld og síðan á ball með gömlu góðu Millunum áður en þeir urðu frægir.

þriðjudagur, apríl 01, 2003

Særisær - Satanískt fótamein Yfirnornar skal burt. Og ég skal leggja mitt af mörkum við ræmusæringar ef þörf krefur.

Díana er ekki laus við frumsýningarskjálfta. vona heitt og innilega að þetta verði ekki svona " nei er ekkert svar" dæmi. ég treysti á sveiminn til að særa ræmuna burt af hvíta tjaldinu ef illa fer......:þ

sunnudagur, mars 30, 2003

Yfirnornin verður ekki ferðafær um smá tíma og mun því að stjórna öllum göldum (ásamt heiminum) úr sófanum sínum svona fram á fimmtudag eða svo. Handbendi Satans (einnig þekktur sem Þotubleikur) stóð augljóslega ógn af öflum mínum og reyndi að ganga af mér dauðri seinni partinn í dag. Aðrir hestamenn sáu kvikindið skyndilega tryllast og taka á rás við Rauðuhóla þar til undirrituð þaut af baki og á snæviþakta grjóthrúgu. Ég gat að vísu staðið upp en alls ekki gengið og því var kallað á sjúkrabíl á meðan óargadýrið stóð rólega við næsta áningastað og japlaði gras. 4 tímum síðar og slatta af röntgenmyndum var komið í ljós að ég hafði ekki brotið nein bein þrátt fyrir alla viðleytni og gat skakklappast heim (þökk sé góðum lyfjum). Mér hefur hins vegar verið bannað að mæta í vinnu í nokkra daga og verð almennilega uppdópuð fyrst um sinn. Öllum sem brenna í skinninu að fá að þjóna yfirnorninni er velkomið að kíkja í heimsókn og gera svo.