Naflaló

Mögnum svo seið
að leið verði greið

fimmtudagur, júlí 10, 2003

Kæru systur.
Vil hvetja alla sem einhverjar hræður þekkja fyrir Austan að plögga hver um annan Snorra Hergil og uppistandið Sauðkindina sem verður á Cafe Nielsen annað kvöld. Auglýsingaherferð er að fara í gang, vonum seinna, vegna flensu á báða bóga.
Ég er að fara yfrum á stressi og á taugum yfir því að enginn mæti. (Reyndar skilst mér að hann sé sjálfur búinn að plögga hálfan Jökuldalinn, og það er nú slatti.) En, betur má ef fylla húsið skal!
Áfram Ísland!