Naflaló

Mögnum svo seið
að leið verði greið

mánudagur, janúar 10, 2005

Og talandi um ljúft, mikið fannst mér notalegt að fá að sjá og heyra minn gamla góða kirkjukór syngja Nú árið er liðið í áramótaávarpi útvarpsstjóra. Og ennþá get ég ekki annað en flissað pínulítið inni í mér yfir bæninni um góðar og blessaðar tíðir :-P Gott að vita að maður er ekki alveg vaxinn upp úr aulabröndurum og unglingakjánalátum...

En talandi annars um það, hvað er eiginlega orðið af Fjelagi brottfluttra hjeraðsungmeyja? Átti ekki að vera löngu búið að halda a.m.k. tvo fundi? Nema einhver geri alvarlegar athugasemdir þá hyggst ég taka málin í mínar hendur og boða til fundar í salarkynnum mínum, til dæmis bara þriðjudagskvöldið 18. janúar.