halló halló....fangor hefur snúið aftur úr faðmi vestfjarðanna. þar var gott að vera. gerðist virkilega ekkert markvert hjá neinum um hvítasunnu?
miðvikudagur, júní 11, 2003
þriðjudagur, júní 10, 2003
Þriðjudagur og allt er hljótt. Helgin var með rólegasta móti þar sem ég afrekaði það stórvirki að vaska upp, ryksuga og þvo þvott. Það eru ennþá 2 vikur í fríið mitt þótt hausinn sé fyrir löngu lagstur á ströndina með Pina Colada. Sem betur fer er þetta stutt vika (vinnuferðalag/fyllerí á föstudaginn) og 17. júní í þeirri næstu.
Sigga Lára - ég sendi þér pakkann í dag. Póstkonan lofaði að hann yrði kominn austur á morgun. Sjálf held ég af stað austur eftir 11 daga og hugmyndin er að stoppa á Dalvík yfir nótt - ætli það sé ekki hægt að fá gistingu einhvers staðar? Þekkir einhver til þar? Björg og Snæfríður Fanney dóttir hennar verða með mér. Hlakka mikið til að fara því ég verð að komast í burtu frá garðinum mínum sem horfir alltaf á mig meiri og meiri ásökunaraugum og grátbiður um snyrtingu sem ég nenni ekki að gefa honum.
Og ... já já - af hverju ekki?
Wishverse Buffy from The Wish
Which Buffy Alter Ego Are You?
brought to you by Quizilla
Sko - nú fer ég að hafa áhyggjur. Virðist vera föst í sama martraðarþættinum! Held reyndar að hárið hafi haft eitthvað með þessa útkomu að gera.