Naflaló

Mögnum svo seið
að leið verði greið

þriðjudagur, október 12, 2004

Bloggið hennar Heiðu kemur mér í jólaskap í hvert sinn sem ég rek þangað inn nefið, ég geng um í vinnunni raulandi fúm-fúm-fúm :-) Hlakka svo ósköp mikið til að fara með börnin á Garðatorg þegar verður kveikt á jólatrénu, það er svo notalegt að búa í svona litlum bæ, það er bara næstum alveg eins og að vera kominn á kaupfélagsplanið :-Þ

Fjarverandi nornin hún Rannveig Ólétta setti sig í samband við mig, segist vera í bænum um helgina og hefur áhuga á að gera eitthvað mjög snobbað á laugardagskvöld. Við ræddum um að fara út að borða, fara í leikhús eða óperuna, og setjast að því loknu inn á snobbaðasta og hljóðlátasta stað sem við finnum og spjalla saman. Hafa einhverjir fleiri hug á að taka þátt í slíku?