Naflaló

Mögnum svo seið
að leið verði greið

laugardagur, júlí 19, 2003

allir í bæinn. þar verður minnst af fólki og við getum lagt undir okkur borgina.

þannig hljómar tillaga áhríninornar. svo náttúrulega er verslunarmannahelgi á fiskidaginn mikla á dalvík þar sem fangor verður með fríðu föruneyti sýnisfólks. frír matur alla helgina, papaball..getur ekki klikkað.

fimmtudagur, júlí 17, 2003

Það er eins og mig rámi í að einhvern tíma hafi menn verið að velta fyrir sér að vera með einhver læti um verslunarmannahelgi. Ætla nornir almennt að gera eitthvað? Ég er í fríi þá ágætu helgi og fór að velta þessu máli fyrir mér þegar útihátíðaauglýsingar fóru að dynja á óviðbúnum eyrum mínum í dag.
Fyrir forvitnissakir, ætla nornir, svona almennt, að gera eitthvað?

Þögn.

miðvikudagur, júlí 16, 2003

Hmm - tvöfaldur skammtur af bloggi?!

sunnudagur, júlí 13, 2003

Þá er hin mikla gæsaveisla áhríninornarinnar afstaðin og yfirstaðin og tókst vonum framar samkvæmd framburði vitna. Gæsin hefur verið gæsuð með pomp og prakt og verður sennilega aldrei söm á eftir. Ég ætla að leyfa henni að segja sína sögu sjálf en vil engu að síður leggja fram sönnunargagn máli mínu til stuðnings: það var gaman.