Naflaló

Mögnum svo seið
að leið verði greið

föstudagur, desember 10, 2004

hér er sama endalausa lágdeyðan. nú verðum við að taka okkur á systur góðar. kuklum nú hver sem önnur og höldum hátíðlega sólstöðuhátíð. ég er búin að fórna geit og sjóða tíðablóð úr hreinni mey. nú vantar mig bara augastein úr urðarketti, hóf af nykri og hár úr hala þorgeirsbola. verst að hann hefur ekki sést svo lengi helvískur. einhver laumaði því að mér að hann hefði tekið sér líki venjulegs nauts, sem reyndar þykir óvenju stórt. skilst mér að hann megi finna í einhvurskonar gælugarði fyrir kvikindi, innan borgarmarkanna. kunnið þið nokkur frekari deili á þessu kæru systur?