Naflaló

Mögnum svo seið
að leið verði greið

þriðjudagur, mars 02, 2004

Samdrykkja er göfug og sérdeilis ánægjuleg iðja. Trúi að við Svandís höfum sett einhvers konar met í henni um helgina, drukkum Markús undir borðið og/eða kjöftuðum hann í kaf og héldum áfram fram á rauðan morgunn. Langt síðan ég hef skemmt mér svona vel, sem er kannski bara eins gott.