Ég má til með að vitna meira í fjölmiðlana, sá í blaði að lögreglan auglýsti eftir vitnum að "ákeyrslu og afstungu". Minnti mig á söguna hennar Heiðu um mjólkina sem var að "útrenna".
fimmtudagur, október 21, 2004
miðvikudagur, október 20, 2004
"að sögn Ólafs R. Dýrmundssonar, ráðunautar hjá Bændasamtökum Íslands. "
*fliss* það er fyndið að bændasamtökin skuli vera með ráðunaut. Ætli þau séu líka með ráðuhrút. Og til að setja punktinn yfir i-ið þá er hann Dýrmundsson, *flissfliss*.
Vessgú, þetta var lame húmor dagsins :-Þ
þriðjudagur, október 19, 2004
Siggadís var með þá tillögu að einu sinni í viku væru bara skemmtilegar fréttir í sjónvarpinu, öllum neikvæðu og leiðinlegu fréttunum yrði bara gefið frí. Ég er með aðra tillögu: slökkva á fréttunum, skella Ferðafélaga barnanna á og dansa í hringi þangað til maður er alveg orðinn ringlaður. Ákaflega hressandi. Sakar ekki að hafa tveggja ára dansfélaga, en ekkert endilega nauðsynlegt.