Heyriði mig á meðan ég man. Ég ætla að halda upp á þrítugsafmælið mitt seinni part janúar. Vinsamlegast hafið það í huga við skipulagningu á ferðum milli landshluta og/eða landa. Það má líka koma með séróskir, ég er ekki búin að ákveða dagsetningu.
föstudagur, júlí 25, 2003
fimmtudagur, júlí 24, 2003
Mig langar í bíó. Á Terminator 3.
Ég fer aldrei í bíó!
Er virkilega engin norn á lausu sem hægt er að leika við?
miðvikudagur, júlí 23, 2003
Annar í partýi - Á ennþá smá harðfisk. Get ennþá kreist uppúr mér Ísland ögrum skorið og Þjóðsönginn. Þrír af nágrönnunum fluttir út síðan í gær. Fýlupúkar geta þeir verið.
þriðjudagur, júlí 22, 2003
Hic - engir gestir, bara ég, bjór og sundlaug. Veieieieieiei. Skál fyrir Nönnu og brúðkaupinu þeirra Jóns. Ég er að halda mitt eigið dúdúfuglspartý fyrir hana. Verst að ég á hvorki hákarl né brennivín en ég á harðfisk og rauðvín... Læt það duga. Syng ættjarðarlög hástöfum fyrir nágrannana og skelli eins og einum, tveimur kalk-slögurum á seinna í dag. Svo bara loka ég augunum og huxa um ykkur.
mánudagur, júlí 21, 2003
Við erum búin að breyta, ætlum að vera í Víðihlíð í Gnúpverjahreppi, gömlum bóndabæ þar sem pabbi minn var í sveit þegar hann var lítill strákur á stuttbuxum, sem er núna sumarbústaður fjölskyldunnar. Sigga Lára, þetta er rétt hjá Ásólfsstöðum. Við förum um næstu helgi og ætlum að vera rúma viku og það má alveg heimsækja okkur! Tekur ca. einn og hálfan tíma að keyra úr bænum, aðeins lengra kannski frá Egilsstöðum :-/