Hér er ég - loksins skriðin aftur á reykvísku mölina. Kom í gærkvöldi um áttaleytið eftir dulitla keyrslu frá Egilsstöðum. Eins og flestir vita hafði ég dvalið þar í góðu yfirlæti í ca. 10 daga og á þeim tíma tókst mér að...
- keyra á Fáskrúðsfjörð, Reyðarfjörð, Seyðisfjörð og Borgarfjörð
- fúaverja kirkju
- fara aldrei í sund
- spila almennilegt Master Mind
- drekka 8 bjóra
- vera viðstödd útihátíðina "Lús & Rass" sem haldin var inni í stofu að Selási 9
- lesa 19 Ísfólksbækur
- sólbrenna smávegis
- fara upp á Skriðuklaustur þrisvar
- sjá vídeólistaverkið á Skriðuklaustri tvisvar
- stunda fornleifauppgröft
- finna eitt gamalt dót við téðan fornleifauppgröft
- gleyma úrinu mínu inni á baði
En nú er ég semsagt komin í bæinn og ætla að athuga hvort pósturinn vill láta mig hafa nýju Harry Potter bókina.