Hæ hó jibbí jei og jibbí jei
bráðum kemur 22 desember.
Og þá kem ég HEIM.
Mögnum svo seið
að leið verði greið
Það verður ekki vært á heimili mínu frá 15:30 til 18:00. Niðurrifsstarfseminn sem hafin var í gær heldur áfram. Er einhver samúðarfull sál þarna úti sem vill stytta mér stundir þar sem ég græt í dæet-kókið mitt á einu af mörgum kaffihúsum bæjarins?
Í framhaldi af jólapistlinum hennar Siggu Láru þá legg ég til að fólk venji sig á það í jólaundirbúningnum þegar það hugsar með sér "ég þarf að baka súkkulaðibitakökur" eða "ég þarf að gera fínt í þvottahúsinu", að breyta því í "mig langar að baka súkkulaðibitakökur" og "mig langar að gera fínt í þvottahúsinu". Og ef þig langar ekki til þess, ekki þá gera það. Ég ætla reyndar að gera fínt í þvottahúsinu mínu, en bara af því mig langar að hafa fínt þar (af því að þvottahúsið er næstum inni í svefnherberginu), en ekki af því að ég neyðist til þess svo jólalögreglan finni ekki rusl hjá mér.