Naflaló

Mögnum svo seið
að leið verði greið

föstudagur, maí 09, 2003

Hurriði mig nornir, eruð þið í MSN? Ef þið eruð þar, viljiði bæta mér við hjá ykkur plís. Það er nafnið mitt hjá gopro.net (maður þorir ekki að setja alla ímeiladdressuna, er nú þegar að kafna í klámspami og auglýsingum um hvernig ég geti stækkað á mér tippið á öruggan og náttúrulegan hátt og hef enga hugmynd um hvað ég gerði til að kalla þessi ósköp yfir mig!)

fimmtudagur, maí 08, 2003

Heyrðu yfirnorn, er ekki búð einhvers staðar í námunda við Laugaveginn þar sem er hægt að kaupa alls kyns DVD diska og vídeó og dót?

miðvikudagur, maí 07, 2003

Dagurinn sem allir hafa beðið eftir nálgast óðfluga. Fyrr en varir munu landsmenn flykkjast fyrir framan sjónvarpið þar sem örlög verða ráðin í beinni. Ég er að sjálfsögðu að tala um Eurovision keppnina góðu sem haldin verður 24. maí næst komandi. Líkt og með kosningahelgina hafa ýmsir boðið sig og sín híbýli fram til partýhalds og er kannski ekki úr vegi að fá allt slíkt á hreint áður en lengra er haldið.

Ég hef boðist til að vera með Eurovision samsæti/drykkju. Eru einhverjir aðrir sem bjóða sig fram? Ef um betri kost er að ræða endilega látið vita af honum (eða auðvitað ef lífshamingja ykkar veltur á því að fá að halda hið fullkomna Eurovisionpartý.) Ég vil taka það fram að ég er ekki búin að "panta" að halda partýið - einungis bjóðast til þess. Ef eitthvað finnst sem hentar betur er um að gera að athuga það.

mánudagur, maí 05, 2003

minns ætlar að halda kosningavöku....hver vill??