Naflaló

Mögnum svo seið
að leið verði greið

þriðjudagur, nóvember 18, 2003

Ég hef komist á snoðir um mál sem er eflaust mun stærra en mig órar fyrir. Ég veit ekki hvaða alheimssamsæri þetta er hluti af, ég á örugglega eftir að verða fyrir árásum fyrir að segja frá því sem ég komist að, en ekkert skal stöðva mig í að fletta ofan af þessu máli. Ég var nefnilega að horfa á Holy Grail í gærkvöldi og það eru atriði í henni sem eru óhugnarlega lík, og jafnvel nánast eins og atriði í myndinni Tónlistarstund með Stubbunum! Hvað er hér á seyði? Hver eru tengslin á milli Monty Python og Stubbanna? Hvoru tveggja er náttúrulega breskt, en hvað skyldi vera meira á bak við? Ég mun leggjast í ítarlegar rannsóknir og kafa ofan í kjölinn á þessu máli. Ef þið heyrið ekki frá mér aftur, þá hafa þeir náð mér og þá bið ég ykkur þess eins að láta Interpol, FBI, CSI og KHB vita.

sunnudagur, nóvember 16, 2003

Er það nú blogghaugar! Ég ætla alla vega rétt að vona að Skotta sé ekki ennþá á unganum. Annars ætlaði ég aðallega bara rétt að nefna það að ég er byrjuð að baka jólasmákökurnar. Og þær þurfa ekkert endilega að endast fram að jólum svo það má koma í heimsókn til mín og fá kaffi og jólasmákökur.