Naflaló

Mögnum svo seið
að leið verði greið

laugardagur, mars 13, 2004

Heyrði svo mikið af undarlegum fordómum um daginn að... ég eiginlega bara verð að tjá mig. Náttúrulega alltaf hættulegt að segja "sögur af fólki" á semí opinberum vettvangi, en treysti því að þetta blogg lesi ekki manneskjan sem ég er að hafa þessar firrur eftir... án þess að ég ætli að nafngreina neitt.

Það er þannig í lífinu að einstöku sinnum hittir maður fólk sem gengur svo gjörsamlega fram af (eða jafnvel fram hjá) manni að meira að segja ég verð kjaftstopp. Og er þá mikið sagt. Á fundi um daginn fór ung stúlka að tjá sig um þá staðreynd að úti á landi væri allt morandi í litlum stöðum þar sem allir giftast innbyrðist (systkinabönd og sollis) og fólk hefði aldrei komið til Reykjavíkur. Og að í öllum bæjum sem hefðu innan við 15.000 íbúa væri að finna sifjaspell og hvers konar kynferðislega misnotkun á hverju strái.

Þetta var bara pínulitið brot af því sem téð kona var að halda fram um framgang alheims, fæst var hafandi eftir og eiginlega opnaði þessi ágæta kona ekki munninn til að segja neitt af viti, þó hún talaði OFT.

Maður lifandi.

mánudagur, mars 08, 2004

jæja samnornir góðar. hvað ætti ég nú helst að taka mér fyrir hendur næstu mánuðina?