Naflaló

Mögnum svo seið
að leið verði greið

laugardagur, mars 15, 2003

Mér gengur hins vegar ágætlega að "kaupa" Austurlandið. Búið að vera ljómandi gaman að vera hérna, er reyndar enn að bíða eftir að heyra frá læknum á Akureyri uppá að laga mig, en er búin að hitta svona milljón manns og sjá örlítið af menningunni. (Í formi Charles Ross og fleiri aldraðra og drukkinna góðborgara að tjá sig á bongótrommur og ýmis önnur hljóðfæri á pizza67 í gærkvöldi þangað til Gísli Bjarna hringdi á lögguna afþvíað hann gat ekki sofið :-)
Semsagt, ekkert nema gaman. Er ekki búin að plana mikið af neinu, nema að ég ætla að fara á Bandalagsskólann í sumar og ef það verður hægt að laga mig þá ætla ég að fara að kenna í Menntaskólanum eða vinna á svæðisútvarpinu, svona þangað til ég fer á þing með Berglindi. Þá upphefst væntanlega líka leitin að lítilli piparjúnkuíbúð á Egilsstöðum. Ég hef aldrei pælt í því, en það eru eiginlega eintómar villur hérna! Hér býr greinilega ekki fjörutíufermetra fólk.
Var annars rétt í þessu að fá gífurlega spennandi hugmynd að leikriti, en til þess að skrifa það þarf ég að lesa Íslandssöguna alla. Er sumsé að fara í söguatlasinn NÚNA!
Bið að heilsa ykkur öllum, elskurnar mínar, þeir sem villast á Austurlandið þurfa endilega að vera í sambandi.

föstudagur, mars 14, 2003

Verð nú bara að segja að mér gengur þokkalega að selja Austurlandið. Erum búin að fara um víðan völl, Kárahnjúka, Hengifoss, Seyðisfjörð og margt fleira. Förum til Rannveigar í kvöld og Lindi bróðir ætlar með okkur í ævintýraferð á morgun. Sunnudagurinn er svo til óplanaður en ætli það verði nú nokkur vandi að finna skemmtilega hluti til að sýna Jónatani hér í fegurðinni fyrir austan. Svo þegar við komum aftur í bæinn held ég að ég sofi bara í marga daga í röð. Var búin að gleyma hvað maður verður þægilega þreyttur af svona mikilli útivist. Og by the way - Kárahnjúkasvæðið er bara ljótt og má alveg sökkva því mín vegna svo ég taki nú vel upplýsta og ígrundaða ákvörðun.

Bestu kveðjur úr dýrðinni,
Svandís og Jonathan

Segið svo að karlmenn hafi bara áhuga á fótbolta og formúlunni. Ég var rétt í þessu að hrökklast úr kaffinu á skrifstofunni (mmm... súkkulaðiterta) vegna þess að ég fann mig skyndilega umkringda 4 karlmönnum sem vildu bara tala um brúðkaup og barneignir. Umræðurnar byrjuðu vísa á Írak en fóru furðu fljótt í þennan farveg og hafa verið þar undanfarinn hálftíma. Sem virðuleg (og einhleyp og barnslaus) norn var ég ekki að finna mig í þessum umræðum og ákvað að forða mér áður en þeir færu út í dagkrem og dömubindi.

Hef skyndilega þörf fyrir að gera eitthvað virkilega ókvenlegt.

Ég er búin að taka tvær ákvarðarnir um framtíðina:
- Ég ætla að eignast fjögur börn (það hefði kannski verið betra þá að byrja aðeins fyrr, en jæja...)
- Ég ætla á þing

Þó þetta virðist kannski ekki passa vel saman, þá eru samt tengsl þarna á milli. Í þessum barnapælingum mínum er ég nefnilega búin að komast að því að þetta þjóðfélag er handónýtt og passar engan veginn fyrir fólk með meðaltekjur með börn. Það fer allt í alls kyns jaðarskatta og dót og maður þarf náttúrulega að borga alla þjónustu fullu verði. Til dæmis dagmömmur, 50 þúsund á mánuði, hvernig á fólk að hafa efni á þessu??? Eina leiðin er að vera einstætt foreldri og fá allt dótið niðurgreitt. Ekki fær maður barnabætur, þær eru tekjutengdar og hverfa ótrúlega fljótt ef maður er með meira en á-kassa-í-Bónus laun. Og vaxtabæturnar líka, þó við reyndar náum að fá einhvern pening til baka þar, við skuldum nefnilega svo ótrúlega mikið. En sem sagt, ég ætla á þing til að berjast fyrir því að fólk eins og ég geti eignast eins mörg börn og það vill. Síðan er það líka betur borgað en vinnan mín núna, svo ekki skaðar það. Verst með hvað þetta er víst tímafrekt, maður myndi kannski ekki hitta börnin svo mikið...

vantar einhvern taug úr nornatönn?


fimmtudagur, mars 13, 2003

Díana krefst blóðfórnar!!!!!!

baráttan við skipulagsyfirvöld er hafin!

miðvikudagur, mars 12, 2003

Hmmm... stóra spurningin; hvernig á svo að nota þetta spánýja blogg? Er það hér til að halda utan um hvaða vitleysu sem okkur dettur í hug eða sem vettvangur fyrir nornalegri hliðar sálarlífs okkar? Ég hallast að því að þetta tvennt fari saman og veiti því fullkomnu málfrelsi atkvæði mitt. Það er svo undir hverri og einni komið hvernig hún nýtir það, ekki satt?

Svo við höldum okkur aðeins innan við efnið til að byrja með; hvernig er þetta með nornaklúbbinn sem kenndur er við Naflaló? Er ekki kominn tími til að virkja hann á ný? Oft hefur óhófleg dreifing norna um heimsins höf verið notuð sem afsökun en það hefur margoft sýnt sig að landafræði er ekki yfirstíganlegt vandamál þegar nornir eru annars vegar (eins og sást á hinum ágæta (ef fámenna) fundi sem haldinn var í Frakklandi síðasta sumar.) Sú afsökun á ennþá minna rétt á sér þessa dagana þar sem sjaldan hafa jafn margir meðlimir verið saman komnir á einum stað. Við þurfum bara að lokka Siggu Láru til Reykjavíkur og halda Svandísi á landinu og þá er þetta komið. Það er í öllu falli mín uppástunga að hagkvæmar aðstæður skuli nýttar og fundur haldinn sem fyrst. Það eina sem þarf er góður vilji. Ég býð fram húsnæði mitt sem vettvang (svartur köttur innifalinn.) Svo má líka athuga með sumarbústað. Ég skil vel ef sumar eru tregar til að endurtaka þá upplifinu en ég vil halda því fram að við séum reynslunni ríkari og þegar uppi er staðið var gaman!

þriðjudagur, mars 11, 2003

haldiði að ég hafi ekki rekist á einhvern amatör!!


ég ætti nú ekki annað eftir en að bjóða upp á áhrínigaldra á internetinu! þvuh!

Kæru meðnornir! Nú er sá tími kominn að við tökum höndum saman og finnum linka til að setja á þessa síðu! Þ.e. ég er komin með samviskubit yfir því hvað ég hef verið einráð með allt sem viðkemur þessu bloggi og vil nú gjarnan að þið setjið ykkar mark á það. Endilega komiði með einhverjar sniðuga linka sem geta farið hér til vinstri. Allar aðrar hugmyndir eru líka vel þegnar.

mánudagur, mars 10, 2003

Smá tilraunstarfsemi í gangi með titilmyndina.

Þetta verður að fá að þróast.

Akkuru kemur ekki það sem ég skrifa? Er ég svona voðalega treggáfuð? Ekki svara seinni spurningunni ;)

Hæ Börnene.
Já ég er komin austur, alveg óvart, þar sem ferðaplön föður míns breyttust aðeins vegna veðurs á Vestfjörðum.
Eníhú, ég er sumsé hérna bara, í bili, veit ekki hvenær ég verð næst á ferðinni í bænum, en læt vita af mér. Læt líka vita af næstu kaupstaðaferð með góðum fyrirvara, svo það sé kannski hægt að skipuleggja eitthvað.
Siggalára

Skil annars ekki hvað þið eruð að kvarta undan mánudögum, ég er gvuðslifandifegin að sleppa úr sparslinu og geta farið að vinna í tölvunni í rólegheitum... :-)

Já, ég hef til dæmis nógan tíma milli tíu og ellefu á kvöldin, jafnvel til hálftólf ef ég er í stuði
En svona í alvöru talað, þá er stelpan farin að taka pela þannig að ég kemst alveg út á kvöldin, alla vega þegar smiðurinn er kominn og farinn, sem verður eftir tvær vikur.

um leið og við ákveðum tíma til að hittast á og látum verða af því hefði ég haldið:Þ
við eigum fyrirliggjandi umsókn frá efnilegri norn sem æskir inngöngu í sveiminn, við þurfum að meta hana sem fyrst áður en hún reiðist og gerir tilraunir til að magna á seið. við munum allar hvernig fór með síðustu umsókn. við megum ekki láta ungviðið fara svona til spillis, það eru ennþá blettir á kuflinum mínum.. ..

annars verð ég að vera sammála yfirnorn, mánudagar eru afar hvimleiðir. kannski við látum verða af mánudagsútýmingunni sem við ætluðum okkur alltaf að vinna í. um leið og við höfum fundið hina alræmdu bók daganna. týndi kaflinn um eðli mánudagana er víst ekki týndur, það er hrein lygi.

Mánudagur - bleh.

Persónulega finnst mér enginn vera skuldbundinn til þess að blogga undir svona kringumstæðum.

sunnudagur, mars 09, 2003

Ég er á því að við verðum að fara að standa undir nafni, þ.e fara að nornast eitthvað. Það er ekki hægt að láta einhver ár líða á milli funda... eða hvað? Legg til að um leið og tími finnst... og um leið og Heiða er búin að koma sér fyrir... og um leið og ég er búin að læknast... og um leið og Jonathan tekur ekki allan tímann hennar Svandísar... og um leið og Rósa Elísabet sér ekki alveg eins á eftir mömmu sinni... og um leið og allir eru hressir... og um leið og Ásta finnur tíma... og um leið og allir finna sér tíma... og um leið og Sigga Lára kemur aftur í bæinn... þá skulum við hittast. Hvernig líst ykkur á það? Er það kannski einhver stjarnfræðilegur möguleiki? He he he...

Klukkan komin - tjekk. Þetta á eftir að koma smám saman.

Sigga Lára er - í þessum orðum rituðum - á leiðinni austur með pabba sínum. Hann stytti bæjardvöl sína um tvo daga og hún var farin með klukkutíma fyrirvara.

Heyrðu Ásta það þarf líka að stilla klukkuna sýnist mér.

Víííí, ennþá meiri vitleysa að eyða tímanum í! Sigga Lára hvað er annars að frétta af þér? Er það satt að þú sért á landinu? Farin austur kannski?