Naflaló

Mögnum svo seið
að leið verði greið

laugardagur, september 27, 2003

Ég hlýði bara Siggudís og held áfram að blogga hérna eins og vindurinn. Enda eins og hún segir veitir ekki af, ótrúlegt hvað er lítið um að vera hérna, hummhumm...

Annars ætlaði ég bara að kvarta yfir því að ég hélt að það ætti að rigna eldi og brennisteini í dag. Ég ætlaði að halda mig inni og láta almættið um að þvo saltið af gluggunum mínum eftir síðustu haustlægð. En neinei, ætli maður verði ekki að dragnast út í blíðuna og gera það sjálfur *grrrr*.

föstudagur, september 26, 2003

Fyndið þegar maður kemst allt í einu að því að fólk sem maður hefur ekki séð í 6-7 ár er ennþá til. Einhvern finnst manni að það sé bara horfið og hætt að vera til. Hitti Kjartan pabba hans Dags áðan fyrir utan vinnuna mína og komst að því að hann vinnur í sama húsi og ég. Ekki í fyrsta skipti sem ég hitti fyrrverandi ætemin ykkar nornanna hérna fyrir utan og kemst að því að þeir vinna í húsinu, annað hvort er þetta svona stórt hús eða þið eigið svona mörg fyrrverandi ætem.

fimmtudagur, september 25, 2003

Vei gaman að fara blogghringinn í dag, alls staðar eitthvað nýtt. Nema náttúrulega hérna, og bæti ég hér með úr því. Ekki samt til að segja neitt merkilegt, enda hef ég ósköp fátt merkilegt að segja sem ekki tengist smábarninu mínu. Svona er þetta bara, maður verður alveg jafn óþolandi og allir aðrir, finnst ekkert markvert sem ekki tengist barninu manns og talar um fátt annað. Teiknaði mynd til samlætis stóra barninu í gærkvöldi. Þó mér hafi lítið farið fram í teikningu síðan fljótlega eftir hausfætlustigið þá dugaði það samt til að vekja tilhlýðilega aðdáun. Gaman að því og best að njóta þess á meðan er, hann verður örugglega orðinn betri en ég fyrr en varir.

mánudagur, september 22, 2003

Okkur dóttur mína langar að bjóða ykkur í afmæliskökuafganga og kaffi í kvöld. Um átta ef þið viljið ná að berja afmælisbarnið augum, en annars bara eftir behag.