Naflaló

Mögnum svo seið
að leið verði greið

föstudagur, maí 16, 2003

Ég er bjög Ber Dreymin kona. Tildæmis dreymdi mig í nótt að Svandís væri búin að skrifa á bloggið sitt, og því var hún búin að. Er annars að koma í bæinn í kvöld, sem er náttúrulega mikil slembi-ólukka þar sem bæði Svandís og Heiða eru hér, að mér skilst, og Nanna í Köben. Jæja, það verður að hafa það, ég gat ekki breytt þessu. Enda leik ég þá bara við Ástu og Berglindi og aðra sem eru í bænum og vilja eitthvað við mig tala í sínu orði.
Fer aftur austur með kaffivél að miðvikudaginn, reyni að skarast einhvern veginn við þá sem ég er að fara á mis við öðru hvoru megin hinna íslensku alpafjalla.
Sjáumstumst.

miðvikudagur, maí 14, 2003

Sko varðandi júróvisjón, við viljum gjarnan bjóða til samsætis, aðallega náttúrulega vegna þess að við komumst ekkert út úr húsi. En það hefur kannski tvo galla helsta, við erum langt frá bænum ef einhverjir stefna þangað, og það er smábarn í húsinu sem vekur mig klukkan sjö á morgnana þannig að það verður kannski ekki brjálað partý langt fram á morgun. Hver er stemmningin, hversu villt og tryllt ætliði að skemmta ykkur?