Naflaló

Mögnum svo seið
að leið verði greið

mánudagur, júlí 28, 2003

Hurru... aukasýning í kvöld kl. 20... allir að láta þau orð útbreiðast:-) Soffía gagnrýnandi að gleypa gæsina yfir þessari sýningu í leikdómi sínum í Mogganum í dag... júhú! Tóm gleði... eintóm sæla:-)

Jæja þá er maður búinn að sjá hina stórgóðu sýningu "Draumur á Jónsmessunótt" í Elliðarárdalnum. Það var að sjálfsögðu í alla staði hin besta skemmtun, vel að verki staði hjá öllum aðilum (og ekki síst okkar eigin fangor) og synd að þessi sýning verður ekki sýnd oftar en raun ber vitni. Þær sem misstu af geta kíkt á myndir af sýningunni hjá Logan.