Naflaló

Mögnum svo seið
að leið verði greið

föstudagur, ágúst 15, 2003

Geriði ykkur grein fyrir því að í dag er mjöööög merkilegur dagur? Síðasti dagur áhríninornar sem ógift kona? Svoleiðis dagar hljóta að vera einstaklega upplagðir til hverslags áhríni. Eigum við að hrína á einhvern?

fimmtudagur, ágúst 14, 2003

Hvernig er það samt stelpur mínar, er ég sú eina sem er í vandræðum með að finna mér rétta "norna"dressið fyrir brúðkaup aldarinnar. Á fólk eftir að móðgast mikið ef ég mæti í svörtu.....eða engu?

mánudagur, ágúst 11, 2003

Skipulögðu prógrammi Piparfélagsins sem halda á átti í brúðkaupi um næstu helgi hefur verið frestað vegna skyndilegrar afsagnar eins stofnfélaga úr félaginu. Til stóð að fara með gamanmál, valdar mikið-er-gott-að vísur og gjörninga um yndi piparrótarinnar en í staðinn verður stíft 3 tíma prógram þar sem farið verður með frumsamið tregakvæði eftir undirritaða. Aðrir meðlimir félagsins munu svo sjá um viðeigandi grátkór sem óma mun undir til að auka á dramantísk áhrifin.