Naflaló

Mögnum svo seið
að leið verði greið

þriðjudagur, ágúst 19, 2003

Ég veit að fangor hefur eflaust um nóg annað að hugsa, en það er nú næstum ekki viðeigandi að vera nýgiftur og láta bloggið sitt byrja á "Þá er draumurinn búinn í bili *svekkj*" ;-)

mánudagur, ágúst 18, 2003

Þegar ég kom heim seint í gærkvöldi blasti við mér undarleg sjón. Leigjandinn minn var að bera allt sitt hafurtask út í yfirfullan bíl. Hann rétti mér lyklana og sagðist vera að fara að vinna á Húsavík. Þannig að nú er ég leigjandalaus og bráðvantar einn slíkan. Ef einhver þekkir manneskju sem dauðlangar til að búa í kjallaranum mínum endilega látið mig vita. Aðeins 20 þúsund krónur. Ísskápur og Stöð 2 innifalin.

Til hamingju kæru brúðhjón! Ég hefði nú kannski skellt mér á ballið, nema ég var svo ósköp upptekin við að drekka rauðvín í afmælisveislu húsbóndans. Og svo hrikalega bissí allan laugardaginn við að gera húsið veisluhæft að ég hellti tvisvar upp á kaffi sem ég náði aldrei að drekka og steingleymdi með öllu að senda skeyti eins og ég ætlaði að gera *roðn*. Þannig að ég bið ykkur bara að taka viljann fyrir verkið, treysti því að þið hafið átt yndislegt brúðkaup og stórkostlega veislu, megi lífsleið ykkar verða skemmtileg og óskir ykkar allar rætast.

sunnudagur, ágúst 17, 2003

Ég vildi bara óska fangor og Jóni Geir til hamingju með eins dags brúðkaupsafmælið og þakka kærlega fyrir mig.