Naflaló

Mögnum svo seið
að leið verði greið

fimmtudagur, febrúar 19, 2004

Varð nottla að prófa líka... veit ekki alveg hvað mér finnst um þetta...
You're One Hundred Years of Solitude!

by Gabriel Garcia Marquez

Lonely and struggling, you've been around for a very long time.
Conflict has filled most of your life and torn apart nearly everyone you know. Yet there
is something majestic and even epic about your presence in the world. You love life all
the more for having seen its decimation. After all, it takes a village.Take the Book Quiz
at the Blue Pyramid.

miðvikudagur, febrúar 18, 2004

Kæru systur.
Takk fyrir skemmtunina við vanhelgun Valentínusardax. Hún var mesta dásemd.
Að því tilefni fór ég að grennslast fyrir um ástæður þessarar stórhátíðar rómantíkurinnar og hvað þessi Valentínus hefði nokkurn tíma verið að vilja upp á dekk.

Dýrðlingar sem enn er haldið upp á eru mér áhugaefni, sérstaklega eftir að ég komst að því að heilagur Patrekur, sem hálf heimsbyggðin tilbiður með hamslausu fylleríi ár hvert, var nú bara munkurinn sem datt fyrst í hug að kristna Írland... hver svo sem tengingin á því er við brennivín og skrílslæti.

Heilagir Valentínusar voru sumsé þrír, og allir píslarvottar. Tveir þeirra þjáðust á Ítalíu á seinni hluta þriðju aldar og sá þriðji í Afríku, ekki vitað hvenær. Dagur heilags Valentínusar hefur þó ekkert með þjáningar að gera, þó það væri e.t.v. maklegt og réttvíst. Hann er hreinlega orðinn að þessari mökunarhátíð vegna tímasetningar sinnar í árinu. Um miðjan febrúar var nefnilega sagt (alltént í Englandi og Frakklandi) að fuglar byrjuðu að para sig. Þessi vísun var áberandi í frönskum og enskum skáldskap frá 14. og 15. öld og sennilega er elsta dæmið í kvæði Chaucer's, "Parliament of Foules":

For this was sent on Seynt Valentyne's day
Whan every foul cometh ther to choose his mate.

Þá vaknar spurningin, eiga fleiri "rómantískar" hátíðir uppruna sinn í náttúrunni? Bóndadagur er kannski þegar hann er vegna þess að það er um svipað leyti sem byrjað er að hleypa hrútum til? Ég er allavega miklu sáttari við tilvist Valentínusardax fyrst skýringuna er að finna í gröðum fuglum frekar en væmnum munkum.