Naflaló

Mögnum svo seið
að leið verði greið

þriðjudagur, október 26, 2004

Kæru systur:
Í kvöld ætla ég að vera heima hjá mér. Ætla að vera búin að gera bústað minn, að Vitastíg 14a nokkrun veginn íveruhæfan, á tæki og tól til kaffiframleiðslu og jafnvel verður "útí". Þeir sem hafa áhuga á að berja húsakynnin augum eru velkomnir í heimsókn. Eitthvað verður þetta nú hippalegt hjá mér, ekki enn orðið neitt gífurlegt framboð af sætum, en hljómflutningstæki eru komin í hús svo þetta á að vera mellufært til skrafs og ráðagerða.

Það skal tekið fram að dyrabjallan virkar ekki ennþá, þannig að menn verða að hringja í mig eða sms-a þegar þeir standa eins og glópar fyrir utan.