Naflaló

Mögnum svo seið
að leið verði greið

mánudagur, desember 27, 2004

Pest dauðans lagðist á heimilið á jóladag, krílið reyndar búið að vera lasið lengur og komið í aðra umferð af lungnabólgu. Við hjónaleysin liggjum með beinverki og höfuðverki og hita og kulda og hóstum úr okkur flestum innyflum, ég var búin að gleyma hvað er vont að vera lasin. Og það á jólunum, sveiattan bara!