Naflaló

Mögnum svo seið
að leið verði greið

laugardagur, janúar 08, 2005

Mikið er þetta ljúft, ein heima með Ellý Vilhjálms og kaffibolla, smábarnið (sem er reyndar ekkert svo mikið smábarn lengur...) sofandi í kerrunni sinni og verður næstu tvo tímana eða svo, og verkefni dagsins eru að ryksuga, taka niður jólatréð og skreppa í búð. Kannski fer ég eina ferð í Sorpu. Kannski ekki. Ég ætla alla vega ekkert að smíða og ekkert að sparsla.