Naflaló

Mögnum svo seið
að leið verði greið

þriðjudagur, janúar 25, 2005

Fjarverandi nornin hún Rannveig eignaðist barn kl. 17.00 í gær, að staðartíma (á Akureyri). Hún átti strák, þvert ofan í það sem haldið hafði verið fram eftir sónarskoðun. Hann er 12 merkur. Móður heilsast vel en krílið kom aðeins á undan áætlun og er í súrefniskassa.