Naflaló

Mögnum svo seið
að leið verði greið

laugardagur, desember 27, 2003

Enginn nennir að ærslast, ekki einu sinni ég... Sit bara með kaffibolla og smákökur, börnin bæði með móðurforeldrum sínum og ég nýt þess innilega að nenna ekki neinu. Kannski ætti ég að reyna að klára Jak and Daxter, Playstation leikinn sem ég fékk frá jólasveininum í fyrra. Ég á bara lokaskrímslið eftir. Bah, nenni því eiginlega ekki.

miðvikudagur, desember 24, 2003

Og það er merkis hjá Berglindi!
Til hamingju með fertugsaldurinn, keeeelling, (fer hver að verða síðastur að stríða og glóta).
Knúsa þig næst.

þriðjudagur, desember 23, 2003

Doj!
Gleymdi að óska Ástu til hamingju með afmælið síðasta laugardag.
Mjööög lélegt.
Allavega'lskan, til hamingju með ammælið síðasta laugardag. Vona að kokteilar hafi gengið sem skyldi.
Sjáumst bráðum.