Naflaló

Mögnum svo seið
að leið verði greið

laugardagur, janúar 17, 2004

Ég biðst innilega velvirðingar á að hafa ekki látið sjá mig í gærkvöldi. Sökum veikinda treysti ég mér ekki út í óveðrið, og svo gat ég ekki einu sinni svarað sms-inu sem ég fékk og geri ráð fyrir að hafi verið frá afmælisbarninu, vegna þess að í þann mund sem ég ætlaði að fara að lesa það þá hringdi hinn síminn, ég lagði frá mér gsm símann og svaraði í hinn, þá tók dóttir mín upp gsm símann til að tala í síma eins og mamma, missti hann í gólfið svo batteríið datt af og slökknaði þar með á símanum, og ég er nýbúin að fá nýtt kort í símann af því hitt týndist (löng saga sem við skulum ekki bæta inn í þessa nú þegar allt of löngu málsgrein), og hafði talið mér trú um að ég myndi muna pin númerið sem ég síðan gerði náttúrulega alls ekki. Þannig að síminn minn er bara dauður þangað til á mánudaginn þegar ég fer í vinnuna og finn pin númerið sem er þar á miða. Ég vona bara að þið hafið skemmt ykkur vel og séuð ennþá sofandi.

föstudagur, janúar 16, 2004

Hún á afmælí dag, hún á afmælí dag!
*syngist með sínu nefi, helst sem falskast*
Til hamingju Heiða!

fimmtudagur, janúar 15, 2004

Í dag er Heiða 29 ára í síðasta skipti. Síðan verður hún það aldrei aftur. aldrei, aldrei, ALDREI! Búúúúú!

þriðjudagur, janúar 13, 2004

Ó já og það er rétt að taka fram að ég mun ekki senda út boðskort í afmælisfagnaðinn, þannig að það þýðir ekkert að móðgast þó þið fáið ekki svoleiðis. Þið verðið bara hér með að taka þetta til ykkar og mæta með bjöllum á... eða þannig sko.

sunnudagur, janúar 11, 2004

heheh hef framið formlegt blogg og heimta núna klapp og fagnaðarlæti, en samt líka koma til skila formlegum nýtt árs árnaðarkveðjum frá mér sjálfri og 3 auka persónuleikum. Nornasamfélagið Naflaló lifi, húrra húrra húrra

Já þetta er ótrúlegur haugsháttur í okkur nornum! En nú ætla ég að grípa réttri hendi í rassgatið á mér og halda afmælisveislu að kvöldi laugardagsins 24. janúar. Gleðskapurinn mun hefjast klukkan níu og standa fram á afmælið hennar Siggudísar. Svo má líka heimsækja mig þess utan, ég á fullt af jólasmákökum sem ég vildi gjarnan losna við og dásamlega kaffikönnu sem hefur afskaplega gaman af að búa til kaffi.